Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að sitt lið eigi enn möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina.
Manchester United er 10 stigum á eftir nágrönnum sínum Manchester City sem sitja á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar leiknar hafa verið 25 umferðir.
Manchester United vann í gær 3-1 sigur á Newcastle United og hefur aðeins tapað einum af síðustu nítján leikjum sínum í deildinni.
„Ég mun aldrei segja að titilbaráttunni sé lokið fyrr en henni er lokið. Við erum með fjölmörg dæmi um lið sem hafa haldið áfram að berjast, við hugsum bara um okkar eigin frammistöðu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United.