fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Stuðningsmenn Liverpool fá góð tíðindi – Jota að fara á fulla ferð

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 17:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool þarf á góðum tíðindum að halda þessa dagana og endurkoma Diogo Jota er ein af þeim fréttum sem gleðja stuðningsmenn félagsins, sóknarmaðurinn frá Portúgal er að snúa aftur.

Jota sem byrjaði frábærlega eftir að Liverpool keypti hann síðasta haust, hefur verið fjarverandi síðustu mánuði.

Jota lék síðast í byrjun desember þegar Liverpool mætti FC Midtjylland í Meistaradeildinni. Sóknarmaðurinn kröftugi meiddist þá á hné.

Síðan þá hefur Jota verið fjarverandi, sóknarleikur Liverpool hefur á sama tíma verið bitlaus og liðið saknað kraftsins í Jota.

Stefnt er að því að Jota hefji æfingar með liðinu á miðvikudag og fari af stað að fullum krafti, vonir standa svo til um að hann verði leikfær fyrstu helgina í mars þegar liðið mætir Chelsea.

Jota kom til Liverpool frá Wolves síðasta sumar en Liverpool borgaði rúmar 40 milljónir punda fyrir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hægt að fá Harry Kane á hálfgert klink í sumar – Upplýsa um klásúlu sem enginn vissi af

Hægt að fá Harry Kane á hálfgert klink í sumar – Upplýsa um klásúlu sem enginn vissi af
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nánast tómt veskið hjá United fyrir sumarið og tveir lykilmenn eru til sölu

Nánast tómt veskið hjá United fyrir sumarið og tveir lykilmenn eru til sölu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að það yrði galið að leyfa Salah að fara

Segir að það yrði galið að leyfa Salah að fara
433Sport
Í gær

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina
433Sport
Í gær

Efnilegur leikmaður framlengir við Liverpool en er farinn á láni

Efnilegur leikmaður framlengir við Liverpool en er farinn á láni