Jose Mourinho stjóri Tottenham þarf líklega að fara að óttast um starfið sitt, Tottenham er í frjálsu falli í deildinni. Ekkert hefur gengið hjá Tottenham síðustu vikur og er liðið nú níu stigum frá Meistaradeildarsæti, liðið situr í níunda sæti eftir tap gegn West Ham í gær.
Aðspurður um það hvort hann efist um hugmyndafræði sína. „Nei, nei. Alls ekki, ekki í eina sekúndu. Stundum eru úrslit í leik fylgifiskur annara hluta,“ sagði Mourinho.
„Aðferðir mínar og þjálfarateymisins eru þær bestu sem til eru,“ sagði Mourinho í gær.
Aðferðir Mourinho gera hann samt að versta stjóra Tottenham síðustu ár, hann er með versta sigurhlutfallið af síðustu fimm stjórum Tottenham þegar kemur að leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Mourinho hefur sótt 1,62 stig að meðaltali í leik, það er minna en Harry Redknapp og Andre Villas-Boas náðu. Báðir tóku poka sinn.
Mourinho tók við af Mauricio Pochettinho sem náði í 1,89 stig að meðaltali í leik.