Jose Mourinho stjóri Tottenham er ekki í nokkrum vafa um að hann sé einn besti þjálfari í heimi, stjórinn frá Portúgal efast ekkert um það þrátt fyrir slæmt gengi Tottenham.
Ekkert hefur gengið hjá Tottenham síðustu vikur og er liðið nú níu stigum frá Meistaradeildarsæti, liðið situr í níunda sæti eftir tap gegn West Ham í gær.
Aðspurður um það hvort hann efist um hugmyndafræði sína. Nei, nei. Alls ekki, ekki í eina sekúndu. Stundum eru úrslit í leik fylgifiskur annara hluta,“ sagði Mourinho.
„Aðferðir mínar og þjálfarateymisins eru þær bestu sem til eru.“
Tottenham var að berjast á toppi deildarinnar í upphafi tímabils en síðan hefur hallað undan fæti. Mourinho segir þó að engin krísa sér í herbúðum félagsins. „Ég veit ekki hvað þú átt við með krísu. Ef krísa er að leikmenn séu svekktir í klefanum, ég er ekki sammála því. Þegar lið berst fram á síðustu sekúndu til að reyna að ná í úrslit, það er aldrei hópur sem er í krísu.“