Manchester United tók á móti Newcastle United í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Manchester United en leikið var á heimavelli liðsins, Old Trafford.
Marcus Rashford kom Manchester United yfir í leiknum með marki á 30. mínútu.
Sex mínútum síðar jafnaði Allan Saint-Maximin, metin fyrir Newcastle og stóðu leikar því í hálfleik, 1-1.
Daniel James kom Manchester United yfir með marki á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes.
Það var síðan Bruno sem innsiglaði 3-1 sigur Manchester United með marki úr vítaspyrnu á 75. mínútu.
Manchester United er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 49 stig. Newcastle situr í 17. sæti með 25 stig.
Manchester United 3 – 1 Newcastle United
1-0 Marcus Rashford (’30)
1-1 Allan Saint Maximin (’36)
2-1 Daniel James (’57)
3-1 Bruno Fernandes (’57)