Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, er búinn að senda Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblað með tillögum sínum um tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum. Frá þessu greinir RÚV í kvöld.
Að öllum líkindum mun Svandís kynna minnisblað Þórólfs auk sinnar eigin ákvörðunar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag.
Fram hefur komið að um tilslakanir verði að ræða, enda hafa smit verið gríðarlega fá undanfarna daga.