Arsenal tók á móti Manchester City í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester City en leikið var á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal.
Eina mark leiksins kom strax á 2. mínútu. Það skoraði Raheem Sterling eftir stoðsendingu frá Riyad Mahrez.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Sterkur sigur Manchester City staðreynd og er liðið að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Manchester City situr í 1. sæti með 59 stig, tíu stigum á undan Manchester United sem situr í 2. sæti deildarinnar. Arsenal er í 10. sæti með 34 stig.
Arsenal 0 – 1 Manchester City
0-1 Raheem Sterling (‘2)