Íslensk félög í karla- og kvennaflokki sem tryggðu sér sæti í Evrópukeppnum á vegum UEFA í gegnum mót á vegum Knattspyrnusambands Íslands fengu í heildina um 274 milljónir króna fyrir þátttöku í Evrópukeppnum.
Þetta kemur fram í ársskýrslu Knattspyrnusambands Íslands fyrir árið 2020.
KR varð Íslandsmeistari í karlaflokki árið 2019 fékk um 143 milljónir í sinn hlut fyrir þátttöku í forkeppni Meistaradeildar karla og forkeppni Evrópudeildarinnar.
Breiðablik og Víkingur Reykjavík tóku þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar og fengu félögin um 46 milljónir króna hvort á meðan að FH fékk 39,5 milljónir.
Þá fékk kvennalið Vals rúmar 6 milljónir króna fyrir þátttöku sína í Meistaradeild kvenna.