Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem mætti Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 2-0 sigri AGF en leikið var á Ceres Park í Árósum.
Patrick Mortensen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir AGF úr vítaspyrnu á 74. mínútu. Skömmu áður hafði Stefan Gartenmann, leikmaður Sönderjyske, fengið að líta sitt annað gula spjald í leiknum.
Það var síðan Patrick Olsen sem innsiglaði 2-0 sigur AGF með marki á 80. mínútu eftir stoðsendingu frá Casper Höjer.
AGF er eftir sigurinn í 3. sæti deildarinnar með 32 stig eftir 17 leiki.
AGF 2 – 0 Sönderjyske
1-0 Patrick Mortensen (’74)
2-0 Patrick Olsen (’80)