Aston Villa tók á móti Leicester City í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Leicester en leikið var á Villa Park, heimavelli Aston Villa í Birmingham.
James Maddison kom Leicester yfir með marki á 19. mínútu eftir stoðsendingu frá Harvey Barnes.
Barnes var síðan sjálfur á ferðinni er hann skoraði annað mark Leicester í leiknum á 23. mínútu.
Bertrand Traoré minnkaði muninn fyrir Aston Villa með marki á 48. mínútu en nær komust heimamenn ekki.
Leikurinn endaði með 2-1 sigri Leicester en þetta er annar sigurleikur liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni. Leicester komst með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 49 stig.
Aston Villa er í 8. sæti deildarinnar með 36 stig.
Aston Villa 1 – 2 Leicester City
0-1 James Maddison (’19)
0-2 Harvey Barnes (’23)
1-2 Bertrand Traoré (’48)