Tottenham tapaði fyrir West Ham United í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri West Ham.
Tottenham hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, aðeins skorað tvö mörk og hafa fengið á sig tíu mörk.
Liðið situr í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, níu stigum frá fjórða sætinu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu þegar fjórtán umferðir eru eftir af deildinni þetta tímabilið.
Tölfræðisíðan OptaJoe, varpar ljósi á þá staðreynd að José Mourinho hefur aldrei safnað jafn fáum stigum í fyrstu 50 leikjum sínum sem knattspyrnustjóri hjá liði eins og hann hefur gert hjá Totttenham.
Mest hefur hann fengið 124 stig í fyrstu 50 leikjum sínum sem knattspyrnustjóri en það var hjá Porto. Hjá Tottenham hefur hann hins vegar fengið 81 stig eftir 50 leiki.
81 – José Mourinho has earned 81 points after 50 league matches in charge of Spurs, his lowest total at this stage in any managerial stint:
124 points – Porto
126 – Chelsea (1st spell)
113 – Inter
123 – Real Madrid
114 – Chelsea (2nd spell)
95 – Man Utd
81 – SpursDwindling. pic.twitter.com/2EULGc16GG
— OptaJoe (@OptaJoe) February 21, 2021