Covid-19 smit hafa greinst í herbúðum Manchester United. Steve Bates, blaðamaður Mirror greindi frá þessum tíðindum en Manchester United hefur staðfest þau.
Smitin sem greindust hjá félaginu tengjast starfsliði aðalliðsins og þurfa þeir aðilar nú að fara í einangrun. Nicky Butt og Mark Dempsey verða því hluti af starfsliði Ole Gunnar Solskjær í leiknum gegn Newcastle United í kvöld.
BREAKING: Manchester United hit by Covid outbreak but game with Newcastle today goes ahead Full story and more details on @MirrorFootball shortly
— Steve Bates (@sbates_people) February 21, 2021