Albert Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði AZ Alkmaar er liðið heimsótti VVV Venlo í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Albert hefur spilað frábærlega síðustu vikur eftir að hafa verið settir í frystikistuna hjá þjálfara liðsins fyrir áramót.
Þessi knái sóknarmaður lék allar 90 mínútur leiksins í kvöld í 1-4 sigri liðsins á útivelli.
AZ er í þriðja sæti deildarinnar en liðið er þó sjö stigum frá toppliði Ajax sem á tvo leiki til góða.