Schalke 04 tók á móti Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Erling Braut Haaland skoraði magnað mark í sigri Dortmund.
Það tók smá tíma fyrir Dortmund að brjóta ísinn en Jadon Sancho náði að koma Dortmund yfir skömmu fyrir hálfleik. Haaland skoraði svo magnað mark með bakfallsspyrnu eftir stoðsendingu frá Sancho. Myndband af markinu má sjá neðar í fréttinni.
Raphaël Guerreiro skoraði þriðja mark Dortmund þegar klukkustund var liðin af leiknum og Haaland skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Dortmund á 79. mínútu leiksins. Lokaniðurstaðan því 0-4 fyrir Dortmund.
View this post on Instagram