fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

ÍR og Magni unnu sína leiki – Gunnar Óli með tvennu

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

14 leikir fara samtals fram í Lengjubikar karla í dag. Tveir leikir voru nú að klárast en það var leikur ÍR og Sindra í riðli 2 í B-deild karla og leikur Tindastóls og Magna í riðli 3 í B-deildinni.

Fyrri hálfleikur ÍR og Sindra var markalaus en snemma í þeim seinni náði Emil Skorri Þ. Brynjólfsson að brjóta ísinn fyrir ÍR. Þegar rúm klukkustund var liðin skoraði Gunnar Óli Björgvinsson annað mark ÍR og á 82. mínútu skoraði Arian Ari Morina þriðja mark ÍR-inga. Á lokamínútunni skoraði Gunnar Óli sitt annað mark og fjórða mark ÍR og endaði leikurinn 4-0 fyrir þeim.

Leikur Tindastóls og Magna var ekki jafn markamikill en leikurinn endaði með 0-1 sigri Magna. Alexander Ívan Bjarnason skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu leiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta segja vinir Ronaldo við hann nú þegar hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag

Þetta segja vinir Ronaldo við hann nú þegar hann fagnar fertugsafmæli sínu í dag
433Sport
Í gær

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur
433Sport
Í gær

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár