14 leikir fara samtals fram í Lengjubikar karla í dag. 2 leikir voru nú að klárast, einn í riðli 3 í A-deild karla og einn í riðli 1 í B-deild karla.
Í riðli 3 í A-deild tók Selfoss á móti Gróttu. Gróttumenn unnu góðan sigur á Selfyssingum en leikurinn endaði með 2-0 sigri Gróttu.
Í riðli 1 í B-deild karla tók Elliði á móti Þrótti Vogum. Þróttur Vogum komst snemma yfir og stjórnaði leiknum til loka. Elliði náði að koma einu marki í neti Þróttara en það dugði ekki til þar sem Þróttur skoraði 5 mörk í leiknum en leikurinn endaði með 1-5 sigri Þróttar.