Í dagbók lögreglu sem send var fjölmiðlum um hádegisleytið kemur fram að rán hafi verið framið í verslun í miðborg Reykjavíkur. Þrír aðilar hafi komið í verslunina með með hnífa á lofti. Þeir hafi heimtað pening og hótað starfsfólki lífláti.
Fram kemur að þeir hafi allir verið handteknir á staðnum og færðir í fangaklefa.
Tilkynnt um þrjá aðila sem komu inn í verslun í hverfi 101 með hnífa á lofti og heimtuðu pening og hótuðu starfsfólki lífláti. Allir handteknir á staðnum og færðir í fangaklefa.
Í nótt var mikið um að vera hjá lögreglu, sérstaklega í verslunum, en þar áttu sér stað rán og líkamsárásir. Sérstaklega vakti athygli að maður sem neitaði að nota grímu hafi ráðist að starfsmanni verslunnar.