Landsréttur staðfesti í dag sekt yfir 42 ára gömlum manni, Sindra Erni Garðarssyni, fyrir nauðgun.
Sindri var í héraði sakfelldur fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis þegar hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi er hann hóf að brjóta gegn henni.
Nauðgunin átti sér stað árið 2017 og Sindri var sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra sumarið 2019. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar.
Í ákæru var Sindri sakaður um að hafa stungið lim sínum inn í leggöng konunnar aftan frá er hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar hafi hún ekki getað spornað við verknaðinum.
Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Sindri hafi brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar og brot hans hafi verið til þess fallið að valda henni miklum miska. Atburðurinn átti sér stað í eftirpartýi en Sindri lagðist upp í rúm þar sem konan svaf ásamt öðrum karlmanni.
Sindri áfrýjaði dómi héraðsdóms og taldi honum ábótavant, til dæmis hefði reifun á framburði hans og vitna verið snubbótt og í engu getið um framburði annarra en hans og brotaþola. Landsréttur féllst ekki á að þessir annmarkar væru nægilega miklir til að ómerkja dóminn.
Sindri taldi rannsókn málsins einnig vera ábótavant. Meðal annars gagnrýnir hann að ekki hafi verið gerð rannsókn á ölvunarástandi brotaþola. Konan var sögð hafa verið ölvuð og Sindra var gefið að sök að hafa nýtt sér ástand hennar. Blóðsýni voru tekin úr konunni um hádegisbil daginn eftir að brotið átti sér stað en ekkert áfengi mældist þá í blóði hennar.
Hann gerði einnig athugasemdir við að ekki hefðu verið teknar lögregluskýrslur af mögulegum vitnum sem kynnu að hafa verið í íbúðinni þar sem brotið var framið, og ekki reynt að hafa upp á þeim.
Sindri hefur ávallt neitað því að hafa átt kynferðisleg samskipti við konuna þessa nótt. DNA-rannsókn sem gerð var vegna málsins leiddi í ljós, samkvæmt texta í dómi Landsréttar, að erfðaefni konunnar var í nærbuxum og undir forhúð hjá ákærða:
Í skýrslu sem gerð var af konunni kom fram að hún mundi eftir því að hafa farið í eftirpartý heim til manns nokkurs. Hún sagðist ekki hafa drukkið mikið þetta kvöld. Hefði hún haft samfarir við gestgjafann og síðan sofnað, þar sem hún átti að mæta til vinnu morguninn eftir. Hún vaknaði við að einhver var að snerta hana og taldi þetta vera fyrrgreindan mann, en áttaði sig síðan á því að sá maður var sofandi við hlið hennar.
Leit hún þá við og sá að það var annar maður með þessa tilburði, hún áttaði sig ekki fyrst á því hver það var en svo bar hún kennsl á hann frá því fyrr úr partýinu. Var það Sindri. Sagðist hún hafa frosið. Hún hafi vakið hinn manninn og sagt honum frá því hvað væri í gangi, að hún væri nokkuð viss um að verið væri að brjóta á henni og að sér liði ekki vel. Þurfti hún að endurtaka þetta nokkrum sinnum því maðurinn var svefndrukkinn.
Umræddur maður er kallaður B í texta dómsins og segir eftirfarandi um vitnisburð hans: