fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Myndir: Svala og Kristján flytja og setja íbúðina á leigu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. febrúar 2021 15:31

Kristján og Svala. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir og unnusti hennar Kristján Einar Sigurbjörnsson eru að flytja ásamt hundinum þeirra Sósu. Íbúðin þeirra á Strandgötu 31 í Hafnarfirði er til leigu, en parið ætlar ekki að fara langt og halda sig í Hafnarfirðinum.

Svala birtir myndir af íbúðinni á Facebook.

„Við Kristján Einar Sigurbjörnsson og Sósa erum að flytja úr yndislegu íbúðinni á Strandgötu 31 og hún er til leigu.

Íbúðin er 53 fm og er 200 þúsund á mánuði. Allt var gert upp í húsinu 2018 og þetta er ótrúlega falleg bygging og íbúðirnar mjög bjartar og á besta stað í miðbæ Hafnarfjarðar!

Það er sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla og lyfta í húsinu. Dýrahald er leyft í þessari byggingu sem er algerlega frábært. Íbúðin er á annarri hæð en það eru fjórar hæðir í þessu húsi. Stutt í öll kaffihús og alla þjónustu og allt í göngufæri. Leitast er eftir reglusömu fólki, reyklaust og beðið er um tveggja mánaða tryggingu og meðmæli. Áhugasamir geta sent mér skilaboð hér ef þeir vilja skoða.

Við erum mega spennt að flytja í nýju íbúðina sem er bara rétt hjá auðvitað því við elskum Hafnarfjörðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 16 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?