fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fókus

Draumakonudagur íslenskra ofurkvenna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 15:30

Íslenskar ofurkonur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konudagurinn er í dag. Tilvalinn tími til að sýna konunum í þínu lífi hvað þær skipta þig miklu máli. Við heyrðum í nokkrum ofurkonum og báðum þær um að lýsa draumakonudeginum sínum.

María Rut og Ingileif Friðriksdóttir. Mynd/DV Hanna

Ingileif Friðriksdóttir, fjölmiðlakona og rithöfundur:

„Stútfullur af konum! Ég er gift konu og umkringd alveg ótrúlega mörgum mögnuðum konum, svo ég fagna því sannarlega á konudaginn. Ætli draumakonudagurinn myndi ekki hefjast á kaffibolla í rúmið frá minni konu. Svo tæki við góður konudags-brunch með fjölskyldunni, með tilheyrandi gúmmelaði og næsheitum. Eftir það tækjum við hjónin bíltúr út fyrir bæjarmörkin, fengjum okkur kvöldverð á notalegum stað og enduðum svo í bústað með heitum potti. Það væri algjör draumur!“

Eva Ruza. Aðsend mynd.

Eva Ruza, skemmtikraftur og áhrifavaldur:

„Dagurinn mundi byrja á því að Siggi minn vekur mig með kossi, lyftir mér upp og heldur á mér úr rúminu inn í eldhús, þar sem dýrindis morgunmatur bíður mín. Gæti verið vesen samt fyrir hann að halda á mér, en það væri fallegt.

Eftir morgunmatinn heldur hann á mér inn í herbergi þar sem bíða mín ný föt fyrir daginn. Leið okkur liggur svo niður á Reykjavíkurflugvöll þar sem þyrla bíður okkar. Þyrlan fer með okkur í klukkutíma ferð þar sem við stoppum á toppi Esjunnar og fáum okkur jarðarber.

Eftir þyrluna heldur Siggi á mér inní bíl og fer með mig í eins og hálfs tíma dekur. Nudd og svo notalegur kaffibolli og „meððí“ í heita pottinum.

Eftir dekrið færum við á hótel „down town“ Reykjavík, gott að borða og barnlaus nótt. Kannski væri Siggi reyndar kominn með í bakið eftir daginn eftir að hafa haldið á mér út um allt, enda er ég 180 cm.

Þetta væri svona draumadagur – því ég fæ aldrei að halda upp á Konudaginn þar sem ég hjálpa öðrum að gleðja. Ég starfa í blómabúðinni Ísblóm og er í hlaupaskónum frá morgni til kvölds að afgreiða blóm.“

Elín Hirst. Aðsend mynd.

Elín Hirst, fjölmiðlakona og rithöfundur:

„Já, draumakonudagurinn minn er einmitt að fara að rætast um helgina. Nú er búið að opna Þjóðleikhúsið á ný og ég er að fara með barnabörnin mín þrjú; Margréti Stefaníu 10 ára, Friðrik Ólaf 8 ára og Hólmfríði Elínu 5 ára, á Kardimommubæinn. Það er alltaf svo hátíðlegt að fara í Þjóðleikhúsið. Við hlökkum öll mikið til, enda eru þetta miðar frá því haust sem loksins er hægt að nýta núna vegna Covid-19 ástandsins.“

Viktoría og Sóli Hólm. Mynd: Ernir

Viktoría Hermannsdóttir, fjölmiðlakona:

„Þessi dagur er nú ekki háheilagur fyrir mér en ég yrði mjög glöð ef ég fengi að sofa út – sem er til sirka níu af því ég hef aldrei á ævinni kunnað að sofa út. Svo á fullkomnum degi myndi líka góður bröns á góðum stað gleðja eða að maðurinn minn myndi baka pönnukökur. Svo væri ég til í gott kaffi, BLÓM af því ég elska blóm og súkkulaði. Þá væri ég nú heldur betur glöð með daginn.“

Elísabet Gunnars. Aðsend mynd.

Elísabet Gunnarsdóttir, bloggari á Trendnet:

„Það hentar mér einstaklega vel að konudagurinn sé á sunnudegi, því það er líklega uppáhalds dagur vikunnar hjá mér. Það fyrsta sem kemur uppí hugann eru – margir kaffibollar og margir kossar.

Draumadagur hjá mér væri í þessa áttina: Rjúkandi góður morgunbolli drukkinn uppi í rúmi, hlaupadeit með eiginmanninum þar sem við förum á hægu tempói og náum að spjalla um daginn og veginn, ekki væri verra ef það væri sól úti og að geislanir gæfu D vítamín inn í daginn. Í framhaldinu væri kjörið að gera sunnudagslummurnar. Plan dagsins er síðan ekkert aðal atriði svo lengi sem það er með fólkinu sem ég elska. Konudagurinn mætti síðan gjarnan enda á góðum kvöldverði og rauðvínsglasi með mínum manni, hvort sem það væri út að borða (sem er ekki í boði í Danmörku útaf svolitlu) eða late kvöldverður þegar börnin eru komin í háttinn. Hvort sem það sé á konudaginn eða bara einhvern allt annan sunnudag, þá er þetta dagur að mínu skapi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ábreiða af einum stærsta smelli níunda áratugarins – Íslandsvinur vildi ekki gefa lagið út

Ábreiða af einum stærsta smelli níunda áratugarins – Íslandsvinur vildi ekki gefa lagið út
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar þríkjálkabrotnaði í slysi á heimili sínu en sér fram á bata – Endaði í aðgerð fyrir þremur árum vegna hjartagalla

Páll Óskar þríkjálkabrotnaði í slysi á heimili sínu en sér fram á bata – Endaði í aðgerð fyrir þremur árum vegna hjartagalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi JAK ætlar alla leið: „Ég er ekki að byrja í þessum bransa“

Stebbi JAK ætlar alla leið: „Ég er ekki að byrja í þessum bransa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna María reyndi að vara við geranda litlu frænku sinnar – „En enginn hlustaði“ og þolendur urðu fleiri

Anna María reyndi að vara við geranda litlu frænku sinnar – „En enginn hlustaði“ og þolendur urðu fleiri
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Mín versta hugsun var að deyja frá drengjunum mínum“

„Mín versta hugsun var að deyja frá drengjunum mínum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tanja Ýr sár yfir vinnubrögðum Mbl.is – „Finnst þetta eiginlega óskiljanlegt og vona innilega að mín bíði afsökunarbeiðni“

Tanja Ýr sár yfir vinnubrögðum Mbl.is – „Finnst þetta eiginlega óskiljanlegt og vona innilega að mín bíði afsökunarbeiðni“