fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fréttir

Fjallað um Rauðagerðismálið í albönskum fjölmiðli – „Hafði byrjað nýtt líf, langt frá vandræðum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 14:03

Armando Bequirai

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallað er um morðið í Rauðagerði í albanska fjölmiðlinum Politiko. Frétt birtist þar fyrir tveimur dögum í þeim hluta miðilsins þar sem birtast fréttir á ensku.

Fréttin er að mestu í samræmi við þróun rannsóknarinnar eins og henni var lýst í fjölmiðlum fyrir tveimur dögum, þegar frekari handtökur og yfirheyrslur hófust. Í fréttinni segir meðal annars að Armando Bequiri, sem myrtur var fyrir utan heimili sitt, síðastliðið laugardagskvöld, hafi verið ákafur stuðningsmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

„Grunur leikur á að morðið hafi verið framið vegna ósættis varðandi fíkniefnaviðskipti, jafnvel þó að hinn myrti hafi verið búsettur í Reykjavík í sjö ár, þar sem hann hafði byrjað nýtt líf, langt frá vandræðum,“ segir um Armando.

Tekið skal fram að íslenska lögreglan hefur ekki staðfest að morðið tengist fíkniefnaviðskiptum en fjölmiðlar hafa gert því skóna. Þá segir ennfremur um Armando:

„Hann var með íslenskan ríkisborgararétt og hafði stofnað fyrirtæki sem starfar að öryggisgæslu en sem mikill knattspyrnuáhugamaður var hann ákafur stuðningsmaður íslenska knattspyrnulandsiðsins.“

Í fréttinni er morðinu lýst eins og það hefur birst í íslenskum fjölmiðlum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtóku meintan brennuvarg í Los Angeles – Grunaður um að hafa kveikt elda nærri heimilum stórstjarna

Handtóku meintan brennuvarg í Los Angeles – Grunaður um að hafa kveikt elda nærri heimilum stórstjarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kínverskir ferðamenn sakaðir um óvirðingu – „Ég er ekkert hrifinn af því að fólk sé að príla upp á flakið“

Kínverskir ferðamenn sakaðir um óvirðingu – „Ég er ekkert hrifinn af því að fólk sé að príla upp á flakið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd