James Rodriguez leikmaður Everton er að bugast á lífinu í Bretlandi og er sagður skoða það að fara frá félaginu í sumar.
James sem er 29 ára gamall kom til Everton síðasta sumar frítt frá Real Madrid, hann hefur staðið sig með miklum ágætum.
James hefur skorað fimm mörk og lagt upp sjö mörk í 20 leikjum í öllum keppnum, hann hefur glímt við meiðsli sem hafa þó ekki hjálpað.
Fjölmiðlar í heimalandi hans segja að James kunni ekki vel við lífið í Bítlaborginni, hann hefur þó lítið getað kynnt sér lífið í Bretlandi vegna útgöngubanns.
Það er þekkt stærð að það getur verið erfitt fyrir leikmenn frá Suður-Ameríku að venjast kuldanum og rigningunni sem er reglulega í þessum hluta Englands.