John Terry aðstoðarþjálfari Aston Villa fór með fólk í útsýnisferð um heimili sitt í London og sýndi þær breytingar sem hann er að gera.
Terry á heimili í Surrey, úthverfi London. Hann keypti sér nýtt hús sumarið 2019 á 4,35 milljónir punda.
Terry og eiginkona hans Toni hafa staðið í stappi við nágranna sína um breytingar á húsinu, þau fengu á dögunum loks leyfi fyrir þeim.
Terry sýndi frá því á Instagram að hann sé að láta byggja sundlaug og tennisvöll í garðinum heima hjá sér, þar á að vera stórt svæði fyrir alvöru partý.
Þá eru hjónin að láta breyta bílskúrnum fyrir allar glæsikerrur sínar. Breytingarnar má sjá hér að neðan.