Brasilíska knattspyrnustjarnan Hulk ber svo sannarlega nafn með rentu þar sem vaxtalag hans svipar mikið til ofurhetjunnar grænu sem flestir kannast við. Myndir af Hulk vekja gjarnan athygli vegna vöðva hans en þeir eru afar stórir.
Á nýjum myndum sem deilt hefur verið á Instagram má sjá Hulk á æfingu með Atletico Mineiro í Brasilíu en hann gekk til liðs við liðið í byrjun árs eftir að hafa spilað fyrir Shanghai SIPG í Kína. Á annarri myndinni má sjá Hulk taka alvöru skot og svo virðist vera sem lærvöðvarnir hans ætli að rífa stuttbuxurnar hans, svo stórir eru þeir. Á hinni myndinni má sjá hann taka rosalega bakfallsspyrnu.
Um 1,4 milljón manns hafa líkað við myndina og þúsundir hafa skrifað athugasemdir við hana. Króatíski knattspyrnumaðurinn Ivan Klasnic er á meðal þeirra sem skrifa athugasemd en hann hrósar Hulk fyrir vaxtalagið. „Vöðvarnir hans eru með vöðva,“ skrifar svo Rino nokkur Russo, grafískur hönnuður sem er afar vinsæll á Instagram, við myndirnar.