Karlmaður á fertugsaldri var í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna rannsóknar á morðinu sem átti sér stað í Rauðagerði síðasta laugardag.
Gæsluvarðhaldið mun vara þar til 24. febrúar og var veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Áður höfðu sjö aðilar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins og er maðurinn í dag því sá áttundi til að sæta gæsluvarðhaldi vegna rannsókn málsins.
Samkvæmt tilkynningur frá lögreglu eru allir þeir sem lögregla hefur í haldi á fertugsaldri utan eins sem er á fimmtugsaldri.