fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Ætla að nota Odegaard sem beitu til að krækja í Haaland

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid ætlar ekki að selja Martin Odegaard í burtu frá félaginu í sumar og fyrir því er aðeins ein ástæða ef marka má spænska fjölmiðla. Félagið ætlar að nota Odegaard sem beitu til þess að sannfæra Erling Haaland um að velja Real Madrid.

Búist er við að Haaland verði eftirsóttur í sumar og að félög verði klár í að borga meira en 65 milljónir punda, slík klásúla kemur upp í samningi Haaland eftir rúmt ár.

Odegaard er í láni hjá Arsenal þessa stundina en Real Madrid hefur ekki áhuga á að selja hann.

Dortmund er að berjast við að ná Meistaradeildarsæti í Þýskalandi, mistakist félaginu það er næsta víst að Haaland verður til sölu.

Mundo Deportivo segir að Real Madrid vilji halda í Odegaard til þess að auka líkur sínar á að krækja í einn besta knattspyrnumann í heimi.

Haaland er tvítugur en hefur á rúmu ári hjá Dortmund stimplað sig inn sem einn allra besti knattspyrnumaður í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Danski markvörðurinn skrifar undir í Hafnarfirði

Danski markvörðurinn skrifar undir í Hafnarfirði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Manchester United gefur út yfirlýsingu

Manchester United gefur út yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal