fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Myndbönd Ásu fá margar milljónir í áhorf – „Maður er náttúrulega alltaf á ferð og flugi um landið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. febrúar 2021 11:40

Ása Steinars. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Steinarsdóttir býr til efni fyrir samfélagsmiðla og er einn stærsti áhrifavaldur (e. content creator) Íslands. Hún er með um 390 þúsund fylgjendur á Instagram og yfir 140 þúsund á TikTok. Myndir og myndbönd hennar fá að jafnaði tugi til hundruða þúsunda „likes“ og milljónir áhorfa.

Undanfarna mánuði hefur Instagram-síða Ásu stækkað ört og hefur til að mynda eitt myndband hennar fengið yfir 560 þúsund „likes“ og tvö önnur fengið bæði um 300 þúsund „likes“. Öll þrjú á síðustu tveimur vikum. Hún hefur einnig fengið yfir 75 þúsund nýja fylgjendur síðastliðinn mánuð.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Asa Steinars: Iceland (@asasteinars)

„Ég var að vaxa um sjö þúsund fylgjendur á dag um tímabil, þannig þetta hefur verið svaka sprengja,“ segir Ása í samtali við DV.

Aðspurð hvað hafi orsakað þessa gríðarlegu aukningu segist Ása ekki vera viss, en nefnir viðburðaríkan snjóstorm sem hún lenti í og birti myndir og myndbönd af. „Það myndefni gekk mjög vel og svo gekk allt mjög vel eftir það,“ segir hún.

Hún nefnir líka tilraunastarfsemi sína á TikTok, en hún byrjaði að reyna fyrir sér á miðlinum fyrir einu og hálfu ári síðan. Hún var komin með ágætis lag á hvað væri að virka og hvað væri ekki að virka þegar Instagram byrjaði með Instagram Reels, sem svipar gífurlega til TikTok.

„Mér finnst eins og margir sem ég er að fylgja í mínum geira voru ekki að nenna TikTok, þannig þegar Reels kom þá voru þeir geðveikt „týndir“ en mér fannst þetta hafa hjálpað mér að hafa byrjað á TikTok og síðan fært mig yfir á Reels, því ég veit núna smá hvað virkar. Og svo finnst sumum ljósmyndurum Reels eyðileggja forritið.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Asa Steinars: Iceland (@asasteinars)

Saga hennar sem ferðabloggari

Ása hefur haft brennandi áhuga á ljósmyndun síðan hún var unglingur. „Ofan á það var ég alltaf mjög áhugasöm um að ferðast og reyndi að nýta öll tækifæri til þess að geta verið að ferðast. Ég flutti til Noregs á sumrin til að vinna og vann sem fararstjóri á Tyrklandi. En svo byrjaði þetta almennilega þegar ég fór í heimsreisu frá 2015 til 2016, ég var þá alveg í eitt ár á ferðalagi. Þá fannst mér áhugi minn á ljósmyndun aukast enn frekar,“ segir hún. Á þeim tíma var ekki eins mikið um samfélagsmiðla og í dag og voru bloggsíður vinsælar. Ása stofnaði ferðablogg sem gekk mjög vel. Hún segist hafa fundið fyrir því að áhuginn á Íslandi hafi aukist, samhliða notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram, í kringum 2016-2017.

„Þá fór ég að ferðast um Ísland og taka myndir, og það gekk best af öllu því sem ég hafði prófað. Við erum svo fá á Íslandi og fólki finnst þetta svo áhugavert, náttúran, veðrið og allt við landið. Síðan þá finnst mér áhuginn ekkert hafa dvínað og það hefur hjálpað mér,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Asa Steinars: Iceland (@asasteinars)

2020 stærsta árið til þessa

Í mars verða komin þrjú ár síðan Ása fór að einbeita sér alfarið að samfélagsmiðlum og varð sjálfstætt starfandi. Hún lifir á tekjunum sem hún fær frá samfélagsmiðlum og í samstarfi með fyrirtækjum og viðskiptavinum. Það hefur gengið vel hjá henni og var 2020 stærsta árið hennar til þessa.

„Ég var ekki að búast við því en 2020 var stærsta árið mitt í vinnu og verkefnum,“ segir hún.

Ása segir að það spili inn í að við á Íslandi höfum verið nokkuð frjáls ferða okkar um landið, á meðan ljósmyndarar og „content creators“ í öðrum löndum hafa margir verið í útgöngubanni eða ekki geta ferðast vegna takmarkanna. „Ég veit ekki hvort það sé út af því eða bara auknum vexti,“ segir hún.

Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig haft þau áhrif að það var lítið sem ekkert um ferðamenn á vinsælum ferðamannastöðum á landinu sem Ása segir vissulega auðvelda vinnuna. „Ég nennti aldrei mikið að vera að mynda Skógafoss eða Reynisfjöru en núna hefur maður klárlega nýtt tækifærið að vera þar einn. Það er líka mögnuð upplifun, að vera einn við Skógafoss. “

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Asa Steinars: Iceland (@asasteinars)

Þegar myndband verður „viral“

Myndbönd Ásu ganga yfirleitt mjög vel, en sum myndbanda hennar hafa farið á flug og fengið mörg milljónir áhorfa. Ása segist vera komin með ágætis tilfinningu fyrir því hvort myndbönd eiga eftir að gera mjög vel eða ekki, en samt sem áður kemur henni það stundum á óvart þegar myndband fer „viral“.

Myndbandið hér að neðan hefur fengið yfir sjö milljónir í áhorf.

@asasteinarsEver seen sand snakes? 🐍 ##Iceland ##storm♬ drivers license – Olivia Rodrigo

Aðspurð hvort það sé einhver sérstök formúla segir hún:

„Ég held að það sé samblanda af Íslandi, persónuleika og góðu efni, að birtan sé góð og þá getur það gengið vel.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Asa Steinars: Iceland (@asasteinars)

Óhefðbundið starf

Það er ekki hægt að segja að vinna Ásu sé hefðbundin en hún segir að það sé mun meiri skrifstofuvinna að baki starfi einstaklings sem býr til efni fyrir samfélagsmiðla í fullu starfi en maður gerir sér grein fyrir.

Eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á hefur Ásu tekist að koma sér í meiri rútínu og dagskipulagið orðið betra. Hún keypti sér íbúð í fyrra sem var stórt skref fyrir hana.

Venjulegur dagur hjá Ásu byrjar yfirleitt á skrifstofuvinnu. „Það fylgir þessu rosa mikil tölvupóstasamskipti, funda með kúnnum, plana verkefni og ferðir og hitt og þetta. Svo er maður náttúrulega alltaf á ferð og flugi um landið. Í leit að góðu veðri og ævintýrum og þannig,“ segir Ása, sem er nú komin með aðstoð við skrifstofuhluta starfsins.

Bestu staðirnir

Ása hefur örugglega ferðast meira um landið en flestir. Við spurðum hana hver uppáhaldsstaður hennar væri og hver myndrænasti staðurinn sé.

„Það er mjög breytilegt. Uppáhaldsstaðurinn minn er oft þar sem ég hef eytt minnstum tíma á, því mig langar að sjá meira. En ég myndi segja Vestfirðir,“ segir hún. Þegar kemur að því að velja stað þar sem er hægt að ná flottustu Instagram-myndunum segir Ása:

„Hálendið á Íslandi. Það eru endalaus myndatækifæri þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“