fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Kærasta Ronaldo situr fyrir nakin í nýju tímariti – „Lítur út eins og klámstjarna“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. febrúar 2021 10:00

Georgina og Ronaldo eru dugleg að deila myndum af sér á Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georgina Rodriguez, fyrirsæta og kærasta knattspyrnustjörnunnar Cristiano Ronaldo, hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum erlendis eftir að spænska útgáfan af tímaritinu InStyle kom út. Í viðtalinu opnar hún sig upp á gátt um það hvernig það er að vera maki stórstjörnunnar Ronaldo. Þá hafa myndirnar af Georginu í tímaritinu líka vakið athygli en hún sat fyrir nakin í myndatökunni.

Í viðtalinu talaði Georgina um fortíð sína, það er áður en hún kynntist Ronaldo. Georgina hefur verið dugleg þegar kemur að því að láta gott af sér leiða en ástæðan fyrir því gæti verið sú að hún þekkir það hvernig það er að eiga erfitt.

„Ég veit hvernig það er að byrja með lítið og nálgast enda mánaðarins. Ég tengi við fólk í þessari stöðu því ég hef verið í erfiðri stöðu sjálf. Ég hef unnið hart og þurft að fórna miklu í lífinu en alheimurinn gaf mér bestu verðlaunin fyrir það: yndislega fjölskyldu,“ segir Georgina í viðtalinu. „Núna þegar ég get það, þá veitir það mér mesta ánægju að hjálpa öðrum sem þurfa á hjálp að halda.“

InStyle birti mynd af Georginu á Instagram-síðu sinni þar sem sjá má að hún sat fyrir nakin í myndatökunni. Þrátt fyrir að vera án klæða þá sést ekki í mikið en Georgina heldur Gucci-tösku fyrir bringunni á sér í myndatökunni. Athugasemdirnar við myndina eru afar mismunandi, á meðan sumir hrósa henni fyrir útlitið eru aðrir sem koma með ansi ógeðfelldar athugasemdir. „Lítur út eins og klámstjarna,“ skrifar til dæmis einn. „Hvernig væri að sýna myndir af henni áður en hún fór í allar lýtaaðgerðirnar,“ skrifar svo annar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by InStyle España (@instylespain)

Georgina og Ronaldo hafa verið saman í um 5 ár en parið hittist fyrsti í Gucci verslun, þar var Georgina að vinna þegar Ronaldo kom til að versla. Á síðasta ári spruttu upp sögusagnir um að parið hefði gift sig í leyni en bæði Ronaldo og Georgina hafa blásið á sögusagnirnar. „Við munum gifta okkur einn daginn,“ segir Ronaldo þó.

„Það er draumurinn hennar mömmu sem og minn. Svo, einn daginn, af hverju ekki? Hún [Georgina] er frábær. Hún er vinur minn og við tölum saman. Ég opna hjarta mitt fyrir henni og hún opnar sitt fyrir mér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili
Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“