fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Mikil söluaukning hjá sænsku áfengisversluninni á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 21:00

Ein af verslunum Systembolaget. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári jókst salan hjá sænsku áfengisversluninni, Systembolaget, um 11% í lítrum mælt. Heimsfaraldur kórónuveirunnar og ferðabönn eiga þar stóran hlut að máli. Systembolaget er í eigu ríkisins.

Í ársuppgjöri fyrirtækisins fyrir 2020 kemur fram að 569 milljónir lítra af áfengi hafi selst en salan var 512 milljónir lítra 2019.

Velta fyrirtækisins var 36,7 milljarðar sænskra króna sem er 14% aukning frá árinu áður. Fyrirtækið segir að söluaukninguna megi aðallega rekja til þess að fólk hafi haft takmarkaða möguleika á að kaupa áfengi annars staðar, til dæmis kaupi færri áfengi á börum og veitingahúsum.

„Snemma á árinu sáum við greinilega áhrif ferðatakmarkana og færri heimsókna á veitingahús. Þetta hefur verið viðvarandi og á síðustu mánuðum hefur ríkisstjórnin hert sóttvarnareglurnar, meðal annars er bannað að veita áfenga drykki,“ sagði Magdalena gerger, forstjóri Systembolaget í samtali við TT.

Systembolaget var stofnað 1955. Það hefur einkarétt á sölu áfengra drykkja sem eru sterkari en 3,5%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist