Í ársuppgjöri fyrirtækisins fyrir 2020 kemur fram að 569 milljónir lítra af áfengi hafi selst en salan var 512 milljónir lítra 2019.
Velta fyrirtækisins var 36,7 milljarðar sænskra króna sem er 14% aukning frá árinu áður. Fyrirtækið segir að söluaukninguna megi aðallega rekja til þess að fólk hafi haft takmarkaða möguleika á að kaupa áfengi annars staðar, til dæmis kaupi færri áfengi á börum og veitingahúsum.
„Snemma á árinu sáum við greinilega áhrif ferðatakmarkana og færri heimsókna á veitingahús. Þetta hefur verið viðvarandi og á síðustu mánuðum hefur ríkisstjórnin hert sóttvarnareglurnar, meðal annars er bannað að veita áfenga drykki,“ sagði Magdalena gerger, forstjóri Systembolaget í samtali við TT.
Systembolaget var stofnað 1955. Það hefur einkarétt á sölu áfengra drykkja sem eru sterkari en 3,5%.