fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Óvænt uppgötvun á Suðurskautinu – Vísindamenn þurfa að hugsa takmörk lífs upp á nýtt

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 22:00

Hér sjást lífverur á steininum. Mynd:British Antarctic Survey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn á vegum the British Antarctic Survey hafa gert óvænta uppgötvun á Suðurskautinu. Þeir fundu lífverur á sjávarbotninum, undir 900 metra þykku lagi af ís. Þetta hefur orðið til þess að vísindamenn þurfa að hugsa upp á nýtt hvaða takmörkum lífi á jörðinni er sett.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi fundið lífverur á steini á sjávarbotni eftir að þeir boruðu tæplega einn kílómetra í gegnum FilchnerRonne jökulþiljuna sem er í suðausturhluta Weddell Sea. Þeir ætluðu að sækja jarðvegssýni á botninum.

Steinninn kom í veg fyrir að þeir gætu náð jarðvegssýnum en myndir, úr myndavél sem var send niður borholuna, sýna myndir af lífverum á steininum.

„Þetta er svolítið klikkað,“ hefur The Guardian eftir Dr Huw Griffiths, sjávarlíffræðingi hjá the British Antarctic Survey. „Okkur hefði aldrei dottið í hug að leita að lífi sem þessu af því að við töldum að það væri ekki þarna,“ sagði hann.

Líf þrífst þarna í myrkrinu. Mynd:British Antarctic Survey

Ísþiljur myndast þegar frosið vatn frá innri hluta heimsálfunnar flæðir niður að ströndinni og út í sjó. Þegar það flæðir yfir land getur það borið steina með sér sem fara með út í sjó og enda á botninum.

Rannsóknir á Suðurskautinu hafa leitt í ljós að nokkrar litlar lífverur, til dæmis fiskar, ormar, marglyttur og kríli eru stundum undir ísþiljunum en aldrei áður hafa fundist lífverur sem halda sig alltaf á sama stað og lifa á fæðu sem fellur niður til þeirra. Vísindamenn töldu því að umhverfið, undir ísþiljunum, væri þeim of óvinveitt.

Á myndum af steininum sjást að minnsta kosti tvær tegundir svampdýra en einnig sjást aðrar dýrategundir sem virðast búa á steininum.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Frontiers in Marine Science.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn