fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Dularfullt hvarf danskra úlfa

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 18:30

Þessi var skotinn af ósáttum Dana. Mynd:DTU

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2012, þegar úlfar sneru aftur til Danmerkur eftir áratuga fjarveru, hafa níu af þeim 24 úlfum, sem skráðir hafa verið, horfið á dularfullan hátt. Hvorki tangur né tetur hefur fundist af þeim. Yfirvöld grunar að þeir hafi verið drepnir en meðal almennings er ákveðin andstaða við að úlfar fái að valsa um Danmörku.

Danska ríkisútvarpið segir að vísindamenn við Árósaháskóla hafi nú í tvö ár reynt að fanga úlfa til að geta komið GPS-sendum fyrir á þeim, til að hægt sé að fylgjast með ferðum þeirra, en án árangurs.

Vísindamenn geta ekki með vissu sagt til um hvað varð um horfnu úlfana níu en grunar að þeir hafi verið drepnir. Eitt staðfest dæmi er um að úlfur hafi verið drepinn en það gerðist við Ulfborg á Jótlandi í apríl 2018. Þá skaut heimamaður úlf og náðist drápið á myndband. Viðkomandi var síðar dæmdur til refsingar fyrir drápið en úlfar eru alfriðaðir því þeir eru í mikilli útrýmingarhættu.

Danska umhverfisstofnunin hefur beðið vísindamenn við Árósaháskóla að koma með tillögur um hvernig hægt er að koma í veg fyrir að úlfar séu drepnir. Ein af tillögunum var að setja GPS-senda á þá til að hægt sé að fylgjast með ferðum þeirra. Með því væri hægt að fá vitneskju um hvar og hvenær þeir voru síðast á ferð. Vonast vísindamenn til að þetta hafi ákveðið forvarnargildi og geri fólk afhuga því að drepa úlfa. En eins og fyrr segir hefur ekki tekist að fanga einn einasta úlf og því hefur ekkert orðið úr því að koma sendi fyrir á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón
Pressan
Fyrir 4 dögum

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar

Banna Ísraelsmönnum að koma til ferðamannaparadísarinnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi