Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Rivaldo, telur það nánast öruggt að Lionel Messi, leikmaður Barcelona, gangi til liðs við Paris-Saint Germain í sumar. Marca greindi frá. Rivaldo lék á sínum tíma með Barcelona.
Rivaldo segir að Messi hafi leikið sinn síðasta Meistaradeildarleik á Camp Nou, heimavelli Barcelona en liðið tapaði illa fyrir Paris-Saint Germain, 4-1.
„Þetta erfiða tap gegn PSG mun líklega verða hans síðasti Meistaradeildarleikur með Barcelona á Camp Nou,“ sagði Rivaldo í viðtali á Betfair.
Hann segir að Messi muni halda til PSG í sumar.
„Barcelona getur ekki veitt honum raunhæfa möguleika á að keppast um stærstu titlana. Framtíð hans er hjá PSG, það er lið sem getur gefið honum möguleika á að berjast um titla,“ sagði Rivaldo.