Hinn 23 ára Kyril Louis-Dreyfus, hefur verið tilkynntur sem nýr eigandi enska liðsins Sunderland. Dreyfus er erfingi Louis-Dreyfus samsteypunnar. Faðir Dreyfusar, Robert Dreyfus, lést árið 2009
Dreyfus kemur frá Frakklandi og keypti meirihluta í Sunderland sem spilar í ensku C-deildinni. Hann ætlar sér stóra hluti með félagið.
„Ég er stoltur yfir því að vera orðinn forsjáraðili félagsins en ég geri mér einnig grein fyrir ábyrgðinni sem því fylgir. Dagurinn í dag er upphafið af spennandi kafla í sögu Sunderland og þrátt fyrir áskoranir undanfarna ára er ég bjartsýnn á að saman getum við lægt öldurnar og horft fram á bjartari tíma og langtíma árangur félagsins,“ stóð í tilkynningu frá Kyril Louis-Dreyfus, eiganda Sunderland.
📰 Sunderland AFC today received approval from the @EFL for Kyril Louis-Dreyfus to acquire a controlling interest in the club, signalling the start of a new era on Wearside.
Louis-Dreyfus also becomes the club’s new Chairman with immediate effect.
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) February 18, 2021