fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Fjölþjóðlegur hópur fólks í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði – Myndbandi sem á að sýna morðvopnið hefur verið deilt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 19:08

Einn sakborninga í Rauðagerðismálinu leiddur út úr húsi Héraðsdóms Reykjavíkur mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manni sem fyrstur var handtekinn eftir morðið í Rauðagerði um síðustu helgi rennur út á morgun. Tekin verður ákvörðun um það í kvöld hvort krafist verður framlengingar gæsluvarðhalds yfir honum.

Níu eru í haldi lögreglu vegna málsins, þar af voru tveir handteknir í dag. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. Alls hafa tíu verið handteknir en einn verið látinn laus. Einn Íslendingur er í hópi hinna handteknu en aðrir í haldi lögreglu eru frá Litháen, Albaníu og Spáni. Ein hinna handteknu er talin vera kona en lögregla hefur ekki staðfest það.

Armando Bequiri, 33 ára gamall maður frá Albaníu, búsettur í Rauðagerði, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt síðla á laugardagskvöldið. Morðinginn skaut hann fimm til tíu skotum úr byssu sem talin hafa verið með hljóðdeyfi.

Ólíklegt er að að sá maður sem fyrst var handtekinn vegna málsins sé morðinginn en lögregla taldi líklegt að ódæðismaðurinn hefði verið handtekinn í gær. Sá maður er frá Albaníu. Á þessu stigi málsins er engan veginn hægt að fullyrða hver hinn seki er.

Á samfélagsmiðlum hefur auðkenni manns frá Albaníu verið þráfaldlega deilt og hann sakaður um ódæðið. Koma þær upplýsingar frá aðilum úr undirheimum. Með öllu er ósannað að þær séu réttar. Ennfremur hefur verið deilt skjáskotum af umræðum manna um tilræði með notkun skotvops og hljóðdeyfis. Einnig hefur verið oftsinnis deilt myndbandi sem sýnir mann æfa sig með skammbyssu með hljóðdeyfi inni í íbúðarhúsnæði. Byssan sem þar kemur fyrir er sögð vera morðvopnið. Ekki liggja fyrir skjalfestar sannanir um tengsl þessara gagna við glæpinn.

Eins og kom fram í frétt fyrr í dag segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn, að lögreglan telji sig hafa ódæðismanninn í haldi. Hann útilokar ekki að fleiri en einn hafi verið að verki.

RÚV greinir frá því að lögregla hafi framkvæmt húsleitir á fimm stöðum í dag. Alls hefur lögreglan leitað á 20 stöðum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Í gær

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?