Raul Jimenez, framherji Wolves, er byrjaður að æfa aftur eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í leik með liðinu á síðasta ári.
Raul Jimenez meiddist í leik gegn Arsenal er hann skall saman við David Luiz, varnarmann Lundúnaliðsins með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði.
Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves, staðfesti að Jimenez væri farinn að æfa aftur úti og hefur geta tekið þátt í æfingum.
„Hann er aðeins byrjaður að æfa með okkur úti. Hann er að taka miklum framförum en við þurfum að fara varfærnislega með hann og fylgja settum reglum í kjölfar slíkra meiðsla,“ sagði Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves.
Talið var í upphafi að Jimenez myndi ekki leika meira með liðinu á tímabilinu en Nuno hefur áður sagt að hann sé bjartsýnn á að Jimenez geti leikið með liðinu fyrir lok tímabilsins.