fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Samherji sakar RÚV um ritskoðun

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 16:00

Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að RÚV lét fjarlægja myndband Samherja af Facebook. Myndbandið sem ber nafnið „Ekkert peningaþvætti í viðskiptum DNB og Samherja“ var birt fyrir tveimur dögum og er enn hægt að horfa á myndbandið á YouTube-síðu Samherja en myndbandið var birt í kjölfar þess að norski ríkissaksóknarinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í þeim ásökunum sem RÚV var með um viðskipti Samherja við bankann.

RÚV fékk myndbandið tekið niður á grundvelli brots á höfundarrétti en Samherji segist hafa greitt fyrir notkun á efninu og hafi alltaf gert það þegar þeir hafa notast við efni frá RÚV.

Í nóvember 2019 birti fréttaskýringaþátturinn Kveikur, sem sýndur er á RÚV, þátt um starfsemi Samherja í Namibíu. Í gögnum sem Kveikur fékk í hendurnar í gegnum WikiLeaks má finna skjöl sem benda til mútugreiðslna Samherja til namibískra valdamanna. Samherji hefur neitað öllum ásökunum en í kjölfar þáttarins steig forstjórinn, Þorsteinn Már Baldvinsson, til hliðar tímabundið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Í gær

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?