fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Uppnám við Ráðhúsið: Spreyjaði úr slökkvitæki

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 14:41

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur mál komu á borð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag, þar á meðal undarlegt mál í miðborginni í Ráðhúsinu. Þaðan barst lögreglu tilkynning um mann sem var að spreyja úr slökkvitæki inni í byggingunni. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvað manninum stóð til eða hverjir eftirmálar voru.

Í Fálkahlíð braust maður inn í bifreið og rændi bensínkorti. Aðilinn borgaði með téðu korti stuttu seinna. Því má ætla að málið hafi verið auðleyst og lítið mál fyrir lögreglu að finna gerandann.

Reiðhjólaþjófur lét greipar sópa við Langholtskirkju og rændi þar einu hjóli. Eigandi hjólsins fann þjófinn stuttu seinna á Facebook.

Tilkynnt var um reyk frá loftljósi í Safnaðarheimilinu við Seljakirkju. DV hafði fengið ábendingar um reykinn og hafði samband við slökkviliðið en að þeirra sögn voru þeir ekki kallaðir út vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins