fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Viðurkenndi að hafa snúið kærustuna niður en fékk bara dóm fyrir umferðarlagabrot – Segir áverka sogblett og erfðagripi eyðilagða

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 16:10

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann í sjö mánaða fangelsi og til þess að sæta sviptingu ökuréttinda í fimmtán mánuði fyrir umferðarlagabrot. Maðurinn var sýknaður af ákæru um ofbeldi í nánu sambandi. 

Kæran vegna ofbeldis í nánu sambandi kom til vegna atviks sem átti sér stað á heimili karlmannsins aðfaranótt laugardagsins 11. nóvember 2017 og snéri að meintri árás mannsins á þáverandi kærustu sína. Hann var ákærður fyrir að skemma farsíma hennar með því að kasta honum í gólfið og taka hana síðan hálstaki sem varð til þess að hún missti meðvitund og svo loks kastað henni frá sér með þeim afleiðingum að höfuð konunnar skall á borðsbrún. Konan mun hafa hlotið áverka á hálsi, mar á kinnbeini og kúlu á enni.

Tvær ísskápahurðar teknar af og matur úti um allt

Í lögregluskýrslu kemur fram að karlmaðurinn hafi kallað til lögreglu vegna átaka við konuna og þegar að hún hafi komið á vettvang hafi hann verið í annarlegu ástandi og að lögregla hafi átt í erfiðleikum með að ræða við hann. Ástandið á heimilinu virðist ekki hafa verið gott. Tvær ísskáparhurðar höfðu verið teknar af ísskápnum og matarleifar voru á gólfinu.

Konan lýsti málinu á þann veg að maðurinn væri ábyrgur fyrir ástandinu. Hún hafi ætlað að eyða nóttinni með manninum, hann hafi vaknað um miðja nótt, rætt við frænda sinn og síðan sakað hana um að tala við einhvern strák. Hann hafi þá tekið síma hennar og fleygt honum í gólfið.

Fram kemur í lögregluskýrslunni að í kjölfarið virðist maðurinn hafa ætlað að fá sér bjór í ísskápnum, en hún reynt að hindra það sem olli því að tvær ísskáparhurðar brotnuðu. Þá er einnig fjallað um meint hálstak og að maðurinn hafi kastað henni á borðbrúnina. Lögregla handtók manninn og færði hann í fangageymslu.

Segir áverka sogblett og ömmuskálar eyðilagðar

Maðurinn neitaði fyrir að hafa beitt konuna ofbeldi. Hann lýsti málinu þannig að hann hafi þurft að stöðva hana því hún hafi verið svo æst. Þá neitaði hann að hafa tekið hana hálstaki, en viðurkenndi að hafa sett hendur á háls hennar. Í einni skýrslutöku sagðist hann gruna að áverkar á hálsi hennar væri sogblettur.

Þá hélt hann því fram að konan hafi brotað skálar frá ömmu sinni sem höfðu tilfinningalegt gildi fyrir hann. Það hafi orðið til þess að hann hafi tekið utan um hana og snúið hana niður, sem olli því að hún hafi rekist í og fengið áverka á ennið. Konan neitaði fyrir að hafa eyðilagt skálarnar.

Seinni tveir ákæruliðirnir vörðuðu umferðarlagabrot, sem áttu sér stað árin 2019 og 2020. Í báðum tilfellum ók hann sviptur ökuréttindum. Í fyrra tilfellinu klessti hann á aðra bifreið og í seinna tilfellinu var hann undir áhrifum áfengis. Hann játaði brot sín skýlaust hvað þá ákæruliði varðaði.

Með marga dóma að baki

Fram kemur að maðurinn hafi áður fengið dóma fyrir líkamsárásarbrot auk fjölda umferðarlagabrota. Elsta brotið var frá 2002.

Líkt og áður kom fram var maðurinn dæmdur í sjö mánaða fangelsi, óskilorðsbundið, fyrir umferðarlagabrotin. Þá var hann sýknaður af ofbeldisákærunni, en í niðurstöðu dómsins er það tiltekið að ekkert vitni hafi orðið að atburðunum og í ljósi staðfastlegrar neitunar mannsins séu ofbeldisbrot hans því ósönnuð. Var maðurinn því aðeins dæmdur fyrir umferðarlagabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins