Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United var líklega einn ólíklegasti fótboltamaður í heimi til að láta fyrir sér fara á samfélagsmiðlum.
Keane ákvað að brjóta odd á oflæti sínu og opnaði sér Instagram reikning fyrir viku síðan, pressa frá samstarfsfélögum á Sky Sports varð til þess.
Segja má að Keane hafi slegið í gegn á einni nóttu, hann er á einni viku kominn með 1,1 milljón fylgjenda. Sem harðhaus af gamla skólanum, þá fylgir hann ekki neinum til baka.
Keane birti mynd í gær sem vakið hefur mikla kátínu og lýsir karakter hans ágætlega. „Eins og afi, þá brosir hann alltaf,“ skrifar Keane við mynd af sér og afastráknum, bros er þeim ekki efst í huga.