Þrettán leikmenn Leicester City hafa fengið sekt fyrir að brjóta sóttvarnarreglur, mannskapurinn hélt gleðskap þegar útgöngubann er í Bretlandi.
Um er að ræða tíu leikmenn úr kvennaliði Leicester og þrjá karlmenn sem eru í dag í varaliði félagsins.
Um tuttugu einstaklingar voru saman komnir í heimahúsi hjá Nathasta Flint, stjörnuleikmanni kvennaliðsins. Gleðskapurinn fór fram síðasta laugardag.
„Félagið er mjög ósátt með að komast að þessum brotum, þetta hefði geta sett starfsfólk og samherja í hættu,“ segir talsmaður félagisns.
Í hópnum voru einnig tvær stelpur úr kvennaliði Birmingham en lögreglan mætti á svæðið og rak fólk út og sektaði það síðan.