Enginn greindist með kórónuveiruna hér innanlands í gær. Sex dagar hafa því liðið síðan innanlandssmit greindist hér á landi. Þá greindust tveir einstaklingar með veiruna á landamærunum, annar þeirra var með mótefni en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá hinum.
26 manns eru nú í einangrun hér á landi vegna veirunnar, þeim fækkar um 3 síðan í gær. 27 eru í sóttkví í dag en þeim fjölgaði um 3 síðan í gær. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í uppfærðum tölum á vefsíðunni covid.is.