fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Opin sambönd og mikið framhjáhald – Veit ekki hversu mörg börn hann á eftir allt fjörið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 10:58

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er knattspyrnugoðsögn sem skoraði tólf mörk í 14 leikjum á HM og hélt svo oft framhjá að hann hefur ekki töluna yfir það. Pele, einn besti knattspyrnumaður sögunnar segir frá lífi sínu í nýrri heimildarmynd á Netflix.

Pele segir frá því í mynd sinni að frægð hans og frami hafi orðið til þess að kvenfólk beið eftir honum í röðum, hann stóðst engar freistingar þrátt fyrir að vera giftur maður.

Pele sem er í dag áttræður hefur merkilega sögu að segja og virðist segja frá öllu í þessari heimildarmynd.

„Ég er alveg heiðarlegur, ég hélt framhjá. Sum af þessum framhjáhöldum urðu til þess að börn komu í heiminn. Ég hef aðeins fengið að vita það seinna meir,“ segir Pele í myndinni.

Hann segir að eiginkonur sínar og kærustur hafi alltaf vitað að hann væri ekki einna konu maður. „Mín fyrsta eiginkona, mín fyrsta kærasta. Þær vissu þetta alveg, ég hef aldrei logið.“

Pele hefur í þrígang gift sig og eru börnin sem hann veit af í dag alls sjö.

Maria da Graca Xuxa sem var með Pele þegar hún var ung segir. „Hann sagði að þetta yrði opið samband en bara opið fyrir sig,“ sagði Maria um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli
433Sport
Í gær

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu
433Sport
Í gær

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu