Hann er knattspyrnugoðsögn sem skoraði tólf mörk í 14 leikjum á HM og hélt svo oft framhjá að hann hefur ekki töluna yfir það. Pele, einn besti knattspyrnumaður sögunnar segir frá lífi sínu í nýrri heimildarmynd á Netflix.
Pele segir frá því í mynd sinni að frægð hans og frami hafi orðið til þess að kvenfólk beið eftir honum í röðum, hann stóðst engar freistingar þrátt fyrir að vera giftur maður.
Pele sem er í dag áttræður hefur merkilega sögu að segja og virðist segja frá öllu í þessari heimildarmynd.
„Ég er alveg heiðarlegur, ég hélt framhjá. Sum af þessum framhjáhöldum urðu til þess að börn komu í heiminn. Ég hef aðeins fengið að vita það seinna meir,“ segir Pele í myndinni.
Hann segir að eiginkonur sínar og kærustur hafi alltaf vitað að hann væri ekki einna konu maður. „Mín fyrsta eiginkona, mín fyrsta kærasta. Þær vissu þetta alveg, ég hef aldrei logið.“
Pele hefur í þrígang gift sig og eru börnin sem hann veit af í dag alls sjö.
Maria da Graca Xuxa sem var með Pele þegar hún var ung segir. „Hann sagði að þetta yrði opið samband en bara opið fyrir sig,“ sagði Maria um málið.