fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Íbúðaverð helst í hendur við laun og ráðstöfunartekjur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 07:50

Fasteignaverð breytist ört.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsnæðisverð er svipað í hlutfalli við laun og ráðstöfunartekjur og það var fyrir ári síðan og nokkuð lægra en það var 2017 og 2018. Þetta bendir til að ekki hafi myndast verulegt ójafnvægi á húsnæðismarkaði þrátt fyrir hækkanir.

Þetta sagði Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í samtali við Fréttablaðið sem fjallar um málið í dag.

Fram kemur að vísitala íbúðaverðs hafi í janúar hækkað um 0,09 prósent á milli mánaða en þetta er minnsta hækkun vísitölunnar frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar ef apríl 2020 er undanskilinn en þá lækkaði vísitalan. „Umsvifin eru vissulega enn þá mikil en svo virðist sem farið sé að hægjast um á markaðinum eftir mikinn yfirsnúning síðasta haust,“ er haft eftir Ernu.

Velta á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 37% á milli mánaða og kaupsamningum fækkaði um 31%. Erna sagði að þrátt fyrir að tölurnar bendi til að hægja muni á húsnæðismarkaðnum þá séu forsendur fyrir áframhaldandi verðhækkunum á milli mánaða. „Áhrifa vaxtalækkana gætir enn þá, kaupmáttur er að aukast, þau heimili sem ekki verða fyrir atvinnumissi standa vel og aðdráttarafl steinsteypu verður sífellt meira í heimi lágvaxtaumhverfis,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“