fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Pressan

Hneyksli í Perú – Stjórnmálamenn tróðust fremst í bólusetningarröðina

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

487 manns, þar á meðal fyrrum forseti, ráðherra og embættismenn voru bólusettir gegn kórónuveirunni löngu áður en almenningi í Perú stóð til boða að fá bólusetningu. Þetta er mikið hneyksli og að vonum skekur það samfélagið þessa dagana.

Francisco Sagasti, forseti landsins, skýrði frá þessu í ávarpi til þjóðarinnar á mánudagskvöldið. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að forsetinn hafi sagt að margir hafi „nýtt sér stöðu sína“ til að láta bólusetja sig með bóluefninu frá kínverska fyrirtækinu Sinopharm áður en þeir áttu að eiga rétt á bólusetningu.

Upp komst um hneykslið á þriðjudag í síðustu viku þegar Martín Vizcarra, fyrrum forseti, staðfesti að hann og eiginkona hans hefðu verið bólusett í október. Það er fimm mánuðum áður en byrjað var að bólusetja landsmenn almennt. Hann sagði að bólusetningin hefði verið liður í klínískri tilraun. Þessu vísar Cayetano Heredia háskólinn á bug en hann stóð fyrir umræddri tilraun. Vizcarra var vikið úr forsetaembætti þann 9. nóvember af þingi landsins eftir að hann var sakaður um spillingu.

CNN segir að bæði utanríkisráðherra landsins og heilbrigðisráðherrann hafi verið bólusettir áður en almenn bólusetning hófst. Þeir sögðu báðir af sér embætti um helgina. Heilbrigðisráðuneytið hefur nú hafið rannsókn á hvort fleiri embættismenn og ráðherrar hafi látið bólusetja sig í skjóli stöðu sinnar.

„Við erum mjög reið og þetta er mjög slæmt. Þetta fólk, sem myndar  bráðabirgðaríkisstjórn okkar, gat ekki staðið undir þeim skyldum sínum að þjóna almenningi,“ sagði Sagasti í ávarpi sínu á mánudaginn.

Í upphafi heimsfaraldursins var Perú eitt þeirra landa þar sem flestir létust. Í dag er það í fimmtánda sæti yfir dauðsföll á hverja milljón íbúa eða 1.349. Alls hafa tæplega 42.000 látist af völdum veirunnar í landinu og 1,2 milljónir hafa greinst með smit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum