Everton tók á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Manchester City en leikið var á Goodison Park, heimavelli Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og bar fyrirliðabandið í leiknum.
Phil Foden kom Manchester City yfir með marki á 32. mínútu.
Fimm mínútum síðar jafnaði Richarlison leikinn fyrir Everton. Leikar í hálfleik stóðu því 1-1.
Riyad Mahrez kom Manchester City aftur yfir í leiknum með marki á 63. mínútu eftir stoðsendingu frá Bernardo Silva.
Það var síðan Bernardo Silva sem innsiglaði 3-1 sigur Manchester City með marki á 77. mínútu eftir stoðsendingu frá Gabriel Jesus.
Manchester City er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 56 stig og tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Everton situr í 7. sæti með 37 stig
Everton 1 – 3 Manchester City
0-1 Phil Foden (’32)
1-1 Richarlison (’37)
1-2 Riyad Mahrez (’63)
1-3 Bernardo Silva (’77)