Burnley tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið var á Turf Moor, heimavelli Burnley, leikurinn endaði með 1-1 jafntefli
Ola Aina kom Fulham yfir með marki á 49. mínútu eftir stoðendingu frá Joachim Andersen.
Þremur mínútum síðar jafnaði Ashley Barnes metin fyrir Burnley með marki eftir stoðsendingu frá Jay Rodriguez.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Burnley er eftir leikinn í 15. sæti deildarinnar með 27 stig. Fulham er í 18. sæti með 19 stig, sex stigum frá öruggu sæti í deildinni
Burnley 1 – 1 Fulham
0-1 Ola Aina (’49)
1-1 Ashley Barnes (’52)