Thierry Henry, fyrrverandi leikmaður Arsenal og Barcelona, þykir líklegur sem næsti knattspyrnustjóri enska B-deildar liðsins Bournemouth.
Henry er þessa stundina þjálfari Montreal Impact í MLS deildinni í Bandaríkjunum en hann hefur átt samtöl við forráðamenn Bournemouth að undanförnu.
Jason Tindall, fyrrum knattspyrnustjóri Bournemouth var rekinn á dögunum og Jonathan Woodgate hefur stýrt liðinu í síðustu leikjum sem bráðabirgðastjóri.
Thierry Henry er ekki eina Arsenal goðsögnin á blaði hjá forráðamönnum Bournemouth en Patrick Vieira hefur einnig verið orðaður við starfið.
Henry á ekki að baki langan þjálfaraferil. Hann var aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landslðinu og tók síðan við franska liðinu Monaco. Hlutirnir gengu ekki vel í Frakklandi og Henry entist aðeins þrjá mánuði í starfi.