Amad Diallo og Shola Shoretire ungstirni í herbúðum Manchester United ferðast með liðinu til Ítalíu í dag fyrir leikinn gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni á morgun.
Báðir eru með vegna meiðsla en Donny van de Beek og Edinson Cavani eru frá vegna meiðsla.
„Donny og Edinson fara ekki með, þeir eru með vöðvameiðsli,“ sagði Ole Gunnar Solskjær á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn.
„Við erum með nokkra frá vegna meiðsla, Anthony Martial og Scott McToimnay fara í skoðun á leikdegi.“
Paul Pogba er í endurhæfingu en spilar ekki fyrr en í næsta mánuði. „Paul er að koma sterkur til baka, hann er í endurhæfingu en þetta eru nokkrar vikur. Hann spilar ekki í febrúar.“
Diallo og Shoretire eru sóknarsinnaðir leikmenn sem gætu þreytt frumraun sína með aðalliði félagsins á morugn.
Hópur United:
De Gea, Henderson, Grant, Bailly, Lindelof, Maguire, Shaw, Telles, Tuanzebe, Wan-Bissaka, Williams, Diallo, Fernandes, Fred, James, Mata, Matic, McTominay, Shoretire, Greenwood, Martial, Rashford