fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Ein af spurningunum í Rauðagerðismálinu – Hve mikið deyfir hljóðdeyfir skothvelli?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 15:55

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af mörgum ósvöruðum spurningum varðandi morðið í Rauðagerði á laugardagskvöldið er sú hvers vegna nágrannar urðu ekki varir við neitt óeðlilegt þar til fjölmennt lögreglulið kom á vettvang. Ljóst er að Armando Beqiri var skotinn á bilinu 5-10 skotum. Lögregla hefur ekki gefið upp hvaða gerð skotvopns var notuð í árásinni.

Í samtölum nágranna hins látna við fjölmiðla kemur fram að enginn heyrði skothvelli. DV ræddi meðal annars við mann sem býr í næsta húsi og sagði hann: „Ég og enginn hér urðum í raun vör við neitt nema aðgerðir lögreglu seint í gærkvöld. Við erum búin að fara yfir þetta með lögreglu í dag og við verðum í raun ekki vör við neinn aðdraganda að þessu.“ – Í samtali við DV sagði maðurinn að honum væri hulin ráðgáta hvers vegna hvorki hann né aðrir á heimilinu heyrðu skothvelli.

Sú spurning hefur vaknað hvort ódæðismaðurinn hafi notast við hljóðdeyfi. Það er mjög mismunandi hvað mikið hljóðdeyfir getur dregið úr hávaða af byssuskotum. Almennt sagt deyfa hljóðdeyfar þennan hávaða minna en leikmenn ætla af virkni þeirra í kvikmyndum þar sem oftast heyrist lágur smellur sem minnir lítið á byssuskot.

„Þú getur séð í bíómyndum að búið er að setja hljóðdeyfi á kúrekabyssu sem er rúlla, helmingurinn af hávaðanum kemur aftur úr hlaupinu vegna þess að það er bil á milli hlaupsins og rúllunnar. En þetta er mjög misjafnt. Það fer eftir gerð hljóðdeyfisins, hvað mikið af púðri er í hleðslunni bak við kúluna og fleiri þáttum, þetta er bara mjög misjafnt,“ segir Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi og yfirmaður skotvopnaleyfadeildar lögreglunnar.

Stutta svar Jónasar við spurningunni er það að hægt sé að deyfa hljóð af skothvelli mikið niður, það ráðist af þáttum á borð við hlaupvídd byssu (kaliber), púðurmagni í skothylki og stærð og gæðum hljóðdeyfis.

„Yfirleitt næst ekki að deyfa þetta alveg niður þó að það sé þekkt að slíkt sé hægt,“ segir Jónas.

„Hjá okkur er þetta leyft [hljóðdeyfar innsk. DV] til veiða og æfinga, þá er tilgangurinn að minnka umhverfishljóð til að styggja ekki dýralíf að óþörfu og trufla ekki annað fólk, minnka hávaðann á skotvelli og svo framvegis. En hljóðið ræðst af púðurmagninu í skothylkinu, stærð hljóðdeyfis og hlaupvídd. Svo geta byssukúlur verið misþungar og það getur líka skipt máli,“ segir Jónas.

Aðspurður hvort hljóðdeyft skot heyrist þannig í eyrum leikmanns að hann átti sig ekki á því að um byssuskot sé að ræða, segir Jónas: „Ég held að almennt þekki leikmaður ekki muninn á byssuskoti eða kínverja [skoteldi innskot DV],“ segir Jónas.

Jónas tjáir sig ekki á nokkur hátt um árásina í Rauðagerði og hefur vart fylgst með málinu í fréttum. En hann þekkir til skotvopna og búnaðar þeim tengdum og samkvæmt mati hans á virkni hljóðdeyfa virðist það fremur sjaldgæft að þeir deyfi hljóðið svo mikið að enginn verði var við skothvelli í nágrenninu – en það sé þó mögulegt.

Sjá einnig: Það sem við vitum  um Rauðagerðismorðið

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins