Það var hiti í mannskapnum Á Camp Nou í Barcelona í gær þár sem heimamenn tóku á móti franska liðinu Paris-Saint Germain.
Lionel Messi kom Barcelona yfir með marki úr vítaspyrnu á 27. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Kylian Mbappé, metin fyrir Paris Saint Germain með marki eftir stoðsendingu frá Marco Veratti. Mbappé var síðan aftur á ferðinni er hann kom gestunum yfir með marki á 65. mínútu og á 70. mínútu bætti Moise Kean við þriðja marki Paris Saint Germain með marki eftir stoðsendingu frá Leandro Paredes.
Mbappé innsiglaði síðan þrennu sína og 4-1 sigur Paris Saint Germain með marki á 85. mínútu. Seinni leikur liðanna fer fram í París þann 10. mars næstkomandi.
Mbappe heldur áfram að slá í gegn í Meistaradeildinni og tölfræði hans í samanburði við Cristiano Ronaldo og Lionel Messi er ansi mögnuð. Þegar Ronaldo var 22 ára gamall og hafði ekki skorað í Meistaradeildinni en Mbappe er 22 ára í dag.
Lionel Messi hafði skorað 17 mörk í deild þeirra bestu en Mbappe hefur skorað 24 mörk í 41 leik, hann hefur að auki lagt upp 16 mörk.